Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG í viðræðum við Barcola - Liverpool og Bayern sýndu áhuga
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain er í samningaviðræðum við franska sóknarmanninn Bradley Barcola.

Barcola hefur verið eftirsóttur en Liverpool og Bayern sýndu honum áhuga í sumar.

Liverpool eyddi tæplega 450 milljónum punda í sumar en félagið vildi einnig fá þennan 23 ára gamla leikmann til liðs við sig.

Barcela gekk til liðs við félagið frá Lyon árið 2023 og hefur skorað 29 mörk og lagt upp 32 í 112 leikjum. Hann hefur spilað 16 landsleiki fyrir Frakka og skorað þrjú mörk. Hann skoraði sigurmarkið í fyrri leik Frakka gegn Íslandi í undankeppni HM í síðasta mánuði en var ekki í hópnum vegna meiðsla í jafnteflinu á Laugardalsvelli á dögunum.
Athugasemdir
banner