Þeir Anthony Gordon og Nick Pope hafa báðir dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.
Gordon er meiddur á mjöðm og var ekki með Newcastle gegn Brentford í gær.
Markvörðurinn Pope þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg í leiknum.
Gordon er meiddur á mjöðm og var ekki með Newcastle gegn Brentford í gær.
Markvörðurinn Pope þurfti að fara af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg í leiknum.
Þá er ólíklegt að Marc Guehi, miðvörður Crystal Palace, verði með þar sem hann glímir við meiðsli á fæti. Framundan hjá enska liðinu eru leikir gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM en England er þegar búið að tryggja sér farmiða á mótið.
Enski hópurinn fyrir breytingar
Markverðir:
Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle United)
Varnarmenn:
Dan Burn (Newcastle United), Marc Guéhi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Nico O'Reilly (Manchester City), Jarell Quansah (Bayer Leverkusen), Djed Spence (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City)
Miðjumenn:
Elliot Anderson (Nottingham Forest), Jude Bellingham (Real Madrid), Jordan Henderson (Brentford), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Alex Scott (AFC Bournemouth), Adam Wharton (Crystal Palace)
Sóknarmenn:
Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Arsenal), Phil Foden (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern Munich), Marcus Rashford (Barcelona, lán frá Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal)
Athugasemdir


