Víkingur er í markmannsleit eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson óskaði eftir að fara í ótímabundið leyfi frá fótbolta.
Á nýafstöðnu tímabili lék Pálmi átta deildarleiki og þrjá leiki í forkeppni Sambandsdeildarinnar fyrir ríkjandi Íslandsmeistarana.
Í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, að félagið þyrfti markvörð fyrir næsta tímabil.
Mörg nöfn hafa borið á góma til að koma í stað Pálma sem varamarkvörður en Ingvar Jónsson er aðalmarkvörður liðsins.
Ingvar er þó orðinn 36 ára gamall og er spurning hvort að Víkingar muni horfa til framtíðar og sækja ungan og efnilegan markvörð sem gæti tekið við keflinu af Ingvari síðar meir.
Við hjá Fótbolta.net settum saman lista af markvörðum sem hafa verið orðaðir við markvarðarstöðuna hjá Víkingi.


