Crystal Palace er byrjað í viðræðum við Adam Wharton um nýjan samning, Tottenham vill fá Rodrygo frá Real og Man Utd vill fá miðjumann í janúar. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Crystal Palace er í viðræðum við Adam Wharton (21) um nýjan samning eftir öfluga byrjun hans á tímabilinu. (Give Me Sport)
Tottenham er á fram áhugasamt um Rodrygo (24) sóknarmann Real Madrid og er tilbúið að greiða þær 70 milljónir punda sem Real vill fá fyrir brasilíska landsliðsmanninn. (Fichajes)
Man Utd vill fá miðjumann í janúar og eru þeir Conor Gallagher (25) hjá Atletico og Angelo Stiller (24) hjá Stuttgart efstir á lista. (Give Me Sport)
United hefur einnig áhuga á Javi Guerra (22) hjá Valencia en AC Milan og Atletico horfa líka til hans. (Fichajes)
United getur ekki kallað Rasmus Höjlund (22) til baka úr láninu frá Napoli í janúar. (Star)
Scott McTominay vill að Napoli fái gamla liðsfélaga sinn, Kobbie Mainoo (20), frá Man Utd. (Sun)
Wolves mun styðja við nýja stjórann Rob Edwards á markaðnum í janúar. Markmiðið er að sækja unga leikmenn frá Bretlandi. (NBC)
Niclas Fullkrug (32), framherji West Ham, er skotmark AC Milan í janúar og gæti farið á láni. (Tuttomercato)
FC Kaupmannahöfn vill fá Emil Krafth (31) frá Newcastle í janúar. (Shields Gazette)
Athugasemdir




