Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 17. janúar 2020 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Young til Inter (Staðfest)
Ashley Young kostaði um 18 milljónir punda þegar hann skipti til Man Utd sumarið 2011.
Ashley Young kostaði um 18 milljónir punda þegar hann skipti til Man Utd sumarið 2011.
Mynd: Getty Images
Inter er búið að staðfesta félagaskipti Ashley Young til félagsins. Talið er að bakvörðurinn reyndi sé búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning sem gildir út næsta tímabil.

Inter er talið greiða eina og hálfa milljón punda en samningur Young við Man Utd hefði runnið út næsta sumar.

Young er 34 ára gamall og hefur verið notaður sem hægri bakvörður undanfarin ár en getur einnig leikið vinstra megin.

Hann lék mikið sem kantmaður á sínum yngri árum, bæði hjá Watford og Aston Villa. Hann var fenginn til Manchester United sumarið 2011 og spilaði mest sem kantmaður fyrstu árin. Það var Louis van Gaal sem breytti honum endanlega í bakvörð þegar hann tók við félaginu 2014.

Young er hugsaður sem varaskeifa hjá Inter þar sem hann er í samkeppni við Antonio Candreva og Danilo D'Ambrosio hægra megin og Christian Biraghi og Kwadwo Asamoah vinstra megin. Asamoah og D'Ambrosio hafa verið að glíma við meiðsli á tímabilinu.

Young á yfir 250 leiki að baki fyrir Man Utd og var fyrirliði félagsins þar til í morgun.

Hjá Inter mun hann spila með Romelu Lukaku og Alexis Sanchez, sem voru liðsfélagar hans hjá Man Utd á síðustu leiktíð. Antonio Conte er þjálfari liðsins og notar 3-5-2 leikkerfi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner