Heimild: mbl.is
Þeir lögfræðingar sem mbl.is hefur rætt við segja ýmislegt benda til þess að Gylfi Þór Sigurðsson verði ákærður í vikunni enda lítil ástæða fyrir lögreglu að framlengja trygginguna um nokkra daga ef það á að fella málið niður nokkrum dögum síðar.
Um helgina var greint frá því að Gylfi verður áfram laus gegn tryggingu til næsta miðvikudags, 19. janúar. Gylfi hefur í þrígang fengið framlengingu síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.
The Sun segir að lögreglan hafi framkvæmt húsleit hjá Gylfa og að munir í eigu hans séu nú í höndum lögreglunnar.
Gylfi hefur ekkert spilað með Everton á þessari leiktíð og lék síðast fyrir íslenska landsliðið í nóvember 2020. Hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.
Samningur Gylfa við Everton rennur út í sumar og virðist hann hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir