Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   fim 17. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tara Jóns alfarið í Gróttu (Staðfest) - Hulda Ösp einnig mætt
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Tara Jónsdóttir er alfarið gengin til liðs við Gróttu en hún kemur frá Víkingi.

Tara er uppalin í Víkingi en hún er fædd árið 2001. Hún spilaði 22 leiki í deild og bikar með Víkingi árið 2023 þegar liðið vann Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn. Hún hefur leikið 110 leiki og skorað 8 mörk

Þá er Hulda Ösp Ágústsdóttir einnig gengin til liðs við Gróttu frá Víkingi.

Hulda er fædd árið 1999 en hún er uppalin í Völsungi. Hún færði sig til Víkings árið 2020 og lék með liðinu þar til núna. Hún hóf ferilinn með Völsungi aðeins 15 ára gömul. Hún hefur leikið 181 leik og skorað 49 mörk.

Grótta leikur í Lengjudeildinni í sumar en liðið hafnaði í 3. sæti í sömu deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner