Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 17. maí 2024 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta verkefni Cecilíu í tæpt ár - „Toppeintak og toppkarakter"
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Bayern München, er í landsliðshópnum fyrir leikina mikilvægu gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins.

Þetta er fyrsta verkefni hennar í tæpt ár, en hún var síðast í landsliðshópnum í júlí í fyrra. Síðasti leikur hennar var vináttulandsleikur gegn einmitt Austurríki sem Ísland vann 0-1.

Cecilía meiddist illa á hné í ágúst síðastliðnum á æfingu með Bayern og var lengi frá.

Endurhæfingaferlið hefur verið langt og strangt en það eru frábær tíðindi að Cecilía sé að koma til baka. Hún er ekki byrjuð að spila en er samt mætt aftur í hópinn.

„Auðvitað veljum við leikmannn eins og Cessu að hluta til líka af því að hún er toppeintak og toppkarakter fyrir hópinn. Hún gefur okkur mikið," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Það er vonandi að hún fari að spila reglulega og gera hluti sem hjálpa henni að gera meira tilkall til að fara að spila hjá okkur."

Cecilía er tvítug og hefur verið á mála hjá Bayern í tvö og hálft ár. Hún á að baki ellefu A-landsleiki.

Líklegt er að Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, verði í markinu gegn Austurríki. Telma Ívarsdóttir er líka í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað að undanförnu eftir að hún nefbrotnaði í leik með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner