Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner