Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner