Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner