Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 11:26
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu örlagaríkt vítaklúður Víkings á ögurstundu
Vítaklúðrið má sjá hér að neðan.
Vítaklúðrið má sjá hér að neðan.
Mynd: Getty Images
Íslands- og bikarmeistarar Víkings fóru illa að ráði sínu í einvíginu gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir markalausan fyrri leik var Víkingur 2-1 undir gegn Shamrock þegar liðið fékk vítaspyrnu eftir að uppgefnum uppbótartíma var lokið.

Nikolaj Hansen skaut framhjá úr vítaspyrnunni en hann hefði getað tryggt framlengingu. Þar hefði Víkingur verið í kjörstöðu því Shamrock var búið að missa mann af velli með rautt spjald.

Dómarinn flautaði strax til leiksloka eftir vítaklúðrið og Shamrock fagnaði innilega. Víkingur er úr leik í Meistaradeildinni og færist í forkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem mótherjinn verður frá Bosníu eða Albaníu.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.



Á Vísi má sjá mörkin úr leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner