Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 17. september 2022 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
England: Son með þrennu af bekknum í stórsigri gegn Leicester
Mynd: EPA

Tottenham 6 - 2 Leicester
0-1 Youri Tielemans ('6, víti)
1-1 Harry Kane ('8)
2-1 Eric Dier ('21)
2-2 James Maddison ('41)
3-2 Rodrigo Bentancur ('47)
4-2 Son Heung-min ('73)
5-2 Son Heung-min ('84)
6-2 Son Heung-min ('86)


Tottenham og Leicester áttust við í gríðarlega fjörugum slag í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem tvö mörk litu dagsins ljós á fyrstu tíu mínútunum.

Fyrst var dæmd vítaspyrna þegar Davinson Sanchez braut afar klaufalega af sér innan vítateigs. Hugo Lloris varði spyrnuna frá Youri Tielemans en Belginn fékk að spyrna aftur þökk sé VAR, þar sem Lloris var ekki með fót á marklínunni þegar spyrnan fór af stað. Í seinna skiptið skoraði Tielemans en gleði Leicester var skammlíf því Harry Kane jafnaði með skalla eftir hornspyrnu tveimur mínútum síðar.

Eric Dier kom heimamönnum svo yfir eftir aðra hornspyrnu en James Maddison jafnaði fyrir leikhlé og var staðan 2-2 í hálfleik. Leicester var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var refsað fyrir slakan varnarleik í hornspyrnum.

Antonio Conte hefur látið sína menn heyra það í búningsklefanum því lærlingar hans voru betri aðilinn stærsta hluta síðari hálfleiks. Rodrigo Bentancur kom heimamönnum yfir strax í upphafi og svo var suður-kóresku stórstjörnunni Son Heung-min, sem hefur farið illa af stað á tímabilinu, skipt inná.

Son fór mikinn og skoraði tvö stórglæsileg mörk áður en hann fullkomnaði þrennuna sína. Hann spilaði í rétt rúmlega hálftíma og það nægði til að gera út um viðureignina.

Tottenham er með 17 stig eftir þennan sigur. Liðið deilir toppsæti úrvalsdeildarinnar með Manchester City á meðan Leicester vermir botnsætið með aðeins eitt stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner