Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 17. október 2022 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa verið rekinn með tölvupósti og án ástæðu - Stendur við pistilinn
Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glenn með fyrirliðanum, Haley Marie Thomas.
Glenn með fyrirliðanum, Haley Marie Thomas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn var rekinn frá ÍBV um síðastliðna helgi eftir eitt tímabil sem þjálfari kvennaliðs félagsins.

Glenn tók við ÍBV fyrir tímabilið og má segja að hann hafi gert býsna góða hluti, allavega framan af. ÍBV var spáð áttunda sæti en endaði að lokum í sjötta sæti eftir að hafa verið í efri hlutanum framan af.

Eftir að Glenn, sem er fyrrum leikmaður karlaliðs ÍBV, var rekinn þá ritaði Þórhildur Ólafsdóttir, eiginkona hans sem spilaði með liðinu í sumar, pistil. Þórhildur fór þar ítarlega yfir stöðu mála hjá ÍBV og þann tíma sem Glenn stýrði liðinu, en hún segir að hann hafi klárlega verið síðasti kostur í stöðuna.

Hún segir verulega mismunun milli karla- og kvennaliðs ÍBV og hending ef einstaklingar innan knattspyrnuráðs láti sjá sig á leikjum kvennaliðsins.

ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið svaraði fyrir flestallt það sem Þórhildur talaði um í pistli sínum. „Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja," segir í yfirlýsingunni.

Undirritaður náði tali af Glenn í dag þar sem hann var staddur í fríi með fjölskyldu sinni. Hann segir það allt satt sem Þórhildur sagði í pistli sínum á laugardag. „Þetta hefur verið streitufullur tími fyrir mig og mína fjölskyldu," segir Glenn.

„Ég ber virðingu fyrir því sem félagið hefur gefið mér en það þarf augljóslega að gera hlutina betur. Það er okkar afstaða. Ég vil helst ekki vera að fara mikið fram og til baka í þessu máli því ég er ekki þannig. Þetta er óheppilegt, ég var rekinn og án ástæðu."

„Ég var rekinn með tölvupósti, þau létu mig vita þannig," sagði Glenn og bætti við að hann hefði ekki fengið neina sérstaka ástæðu fyrir brottrekstrinum, en hann gæti fundað með félaginu þegar hann kæmi úr fríi. Í yfirlýsingu ÍBV var ekkert sérstakt tekið fram um ástæðu brottrekstrarins, annað en að félagið hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði til að skipta um þjálfara - eins og gengur og gerist.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Glenn að hann telji ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera baráttu sína fyrir bættum kjörum kvennaliðsins. „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði."

„Það var öllu fögru lofað þegar ég skrifaði undir. Ég átti að fá aðstoðarþjálfara og þetta og hitt, og markið var sett hátt varðandi liðið, en þetta var bara marklaust tal," segir Glenn en hann telur að betur sé komið fram við karlaliðið, liði sem hann spilaði með í nokkur ár.

Glenn segist vera áhugasamur um að halda áfram að þjálfa og hefur hann heyrt í tveimur félögum að því er kemur fram á Vísi.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá ÍBV: Undir því ætlum við ekki að sitja
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner