Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Hörmuleg byrjun Gladbach heldur áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Union Berlin 3 - 1 Borussia M'Gladbach
1-0 Danilho Doekhi ('3 )
2-0 Danilho Doekhi ('26 )
2-1 Haris Tabakovic ('33 )
3-1 Rani Khedira ('81 )

Union Berlin tók á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans.

Gladbach hefur farið ömurlega af stað á nýju tímabili og lenti liðið strax undir á þriðju mínútu í kvöld þegar Danilho Doekhi skoraði. Doekhi tvöfaldaði svo forystuna en Haris Tabakovic minnkaði muninn svo staðan var 2-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var afar tíðindalítill þar sem Gladbach hélt boltanum vel en átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi.

Heimamenn í Berlín voru yfirvegaðir og náðu að innsigla sigur á heimavelli á lokakaflanum, þegar Rani Khedira, yngri bróðir Sami Khedira, skoraði. Lokatölur 3-1.

Union er með 10 stig eftir 7 umferðir. Gladbach er áfram á botninum með 3 stig.
Athugasemdir