Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vítaspyrnusamanburður á Gylfa, Ronaldo og Messi
Gylfi klúðrað fjórum af síðustu sex með landsliðinu
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Moldóvu.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Moldóvu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi klúðraði vítaspyrnu í kvöld.
Gylfi klúðraði vítaspyrnu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands, en hann klúðraði einnig vítaspyrnu þegar Ísland vann 3-1 sigur á Moldóvu í lokaleik í undanriðli EM 2020 í kvöld.

Lestu nánar um leikinn

Gylfi hefur klúðrað fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sem hann hefur tekið með íslenska landsliðinu

Síðustu sex spyrnur Gylfa með landsliðinu:
17. nóvember gegn Moldóvu - klúðraði
14. október gegn Andorra - klúðraði
26. júní 2018 gegn Króatíu - skoraði
22. júní 2018 gegn Nígeríu - klúðraði
24. mars 2017 gegn Kosóvó - skoraði
6. október 2016 gegn Finnlandi - klúðraði

Gylfi var á miklu skriði í vítaspyrnum frá janúar 2010 til október 2016. Hann skoraði þá úr 17 vítaspyrnum í röð.

Gylfi skoraði í kvöld sitt 22. landsliðsmark. Hann hefur klúðrað þremur af síðustu fjórum vítaspyrum sínum fyrir landsliðið. Ef hann hefði skorað úr öllum spyrnunum væri hann einu marki frá tveimur markahæstu leikmönnum í sögu íslenska landsliðsins, Eiði Smára Guðjohnsen og Kolbeini Sigþórssyni.

Bergþór Reynisson birtir í kvöld á Twitter vítaspyrnusamanburð á Gylfa, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þar er Gylfi með 79% nýtingu heilt yfir, fyrir ofan Messi en fyrir neðan Ronaldo.

Hér að neðan má sjá hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner