Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. nóvember 2020 12:39
Elvar Geir Magnússon
Finnst að fyrst eigi að ræða við Rúnar Kristins og Heimi Guðjóns
Icelandair
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttablaðið fékk nokkra einstaklinga sem lifa og hrærast í knattspyrnuheiminum til að nefna þeirra fyrsta kost í landsliðsþjálfarastólinn núna þegar Erik Hamren er að fara að stýra sínum síðasta leik fyrir Ísland annað kvöld.

Meðal þeirra sem segja sína skoðun eru þrír reynslumiklir þjálfarar, þar á meðal Arnar Grétarssson þjálfari KA.

„Þeir kostir sem mér líst best á eru Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson og mér finnst að það ætti að tala fyrst við þá. Heimir Hallgrímsson væri svo auðvitað góður kostur en mér finnst líklegt að metnaður hans liggi í því að halda áfram að þjálfa félagslið erlendis," segir Arnar.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, telur skynsamlegast að ráða íslenskt þjálfarateymi.

„Besti kosturinn væri að ráða Rúnar Kristinsson og að Arnar Þór Viðarsson yrði aðstoðarmaður hans. Þetta eru menn sem hafa reynslu af því að stýra félögum erlendis og þekkingu sem fyrrverandi atvinnumenn og landsliðsmenn. Þeir hafa unnið saman áður, þekkjast vel og myndu pottþétt mynda mjög gott teymi," segir Bjarni.

Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, telur hinsvegar að KSÍ eigi að leita út fyrir landsteinana.

„Helst frá Norðurlöndum þar sem Norðurlandafótboltinn er nálægt okkar hugsunarhætti og það sést hversu vel hefur tekist til með Lars Lagerback og Erik Hamren. Þetta þarf hins vegar að vera innan þess fjárhagsramma sem sambandið setur sem gæti fækkað kostum sem við höfum á þeim markaði," segir Kristján.

Smelltu hér til að sjá greinina í Fréttablaðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner