Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   þri 17. nóvember 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pedri var ekki nógu góður fyrir Real Madrid
Pedro González López, þekktur sem Pedri, hefur farið vel af stað undir stjórn Ronald Koeman hjá Barcelona og hefur komið við sögu í öllum leikjum Barca á upphafi tímabils.

Pedri er aðeins 17 ára gamall og er búinn að skora tvö mörk á tímabilinu, í stórsigrum gegn Ferencvaros og Real Betis. Hann kemur úr mikilli Barca-fjölskyldu og hefur Barcelona verið hans uppáhaldsfélag frá æsku.

Honum var þó eitt sinn boðið að prófa að æfa með akademíu Real Madrid en hann þótti ekki nægilega góður. Í dag segist Pedri vera þakklátur fyrir höfnunina í Madríd.

„Ég fór í prufu hjá Madrid og þeir sögðu mér að ég væri ekki nógu góður. Ég vil þakka manneskjunni sem tók þá ákvörðun innilega því núna er ég kominn til liðsins sem ég hef alltaf viljað spila fyrir," sagði Pedri.

Barca borgaði 5 milljónir evra fyrir Pedri í sumar, auk árangurstengdra aukagreiðslna, en hann var skærasta stjarna Las Palmas á síðustu leiktíð.

Pedri er sóknarsinnaður miðjumaður að upplagi en getur einnig leikið á báðum köntum. Hann á ellefu leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar.

Barcelona er aðeins með 11 stig eftir 7 umferðir á nýju tímabili á Spáni. Real Madrid er með 16 stig eftir 8 umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner