
Farhad Moshiri er búinn að samþykkja kauptilboð í Everton, en kaupendurnir eiga eftir að standast skoðun ensku úrvalsdeildarinnar.
Everton er í slæmum málum eftir ákvörðun óháðrar rannsóknarnefndar um að draga tíu stig af félaginu vegna brota á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.
Everton tapaði tæpum 20 milljónum punda yfir leyfða upphæð á þriggja ára tímabili og lagði enska úrvalsdeildin til að félagið fengi 12 refsistig fyrir, en óháð nefnd úrskurðaði að 10 stig væru nærri lagi.
Everton hefur ekki tekið vel í þessa ákvörðun og ætlar að áfrýja málinu. Félagið telur tíu refsistig vera of mörg.
17.11.2023 12:46
Tíu stig dregin af Everton - Ætla að áfrýja
Everton fékk að verja sig í málinu og nefndi sex áhrifaþætti sem gerðu það að verkum að félagið þurfti að eyða of miklum pening yfir þriggja ára tímabil. Leikbann Gylfa Þórs Sigurðssonar er einn af þessum þáttum.
Þar segist félagið hafa tekið ákvörðun um að lögsækja ekki Gylfa fyrir samningsbrot eftir að hann var handtekinn. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til slæms hugarástands Gylfa sem er talinn hafa sokkið í djúpt þunglyndi eftir að ásakanirnar spruttu upp.
Everton segist þar hafa tapað leikmanni með 10 milljóna punda verðmiða án þess að fá neinar skaðabætur fyrir.
Þá nefnir félagið einnig Covid-19 sem áhrifaþátt og stríðið í Úkraínu, en rannsóknarnefndin gaf lítið fyrir þessar útskýringar.
Gylfi Þór spilaði ekki fótbolta í tvö ár eftir lögreglurannsókn vegna meints kynferðisbrots gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var meðal annars settur í farbann en málið var að lokum látið falla niður eftir furðulega langan tíma í kerfinu.
Everton hefur verið að gera fína hluti á nýju úrvalsdeildartímabili undir stjórn Sean Dyche, en liðið er í næstneðsta sæti með 4 stig eftir 12 umferðir eftir að stigin voru dregin af.
Athugasemdir