Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. maí 2022 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rauði baróninn svaraði ÞÞÞ - „Slakaðu aðeins á"
Garðar Örn
Garðar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÞÞÞ
ÞÞÞ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson ræddi við Fótbolta.net á mánudag og sagði frá því að hann ætlaði sér langt í dómgæslu. Þórður byrjaði að dæma keppnisleiki núna í vor og setur markið hátt. Hann ætlar sér að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir lok næsta tímabils og til lengri tíma er markmiðið komast á FIFA-lista.

Viðtalið má nálgast með því að smella hér

Fyrrum dómarinn, Garðar Örn Hinriksson, oft kallaður Rauði baróninn, tjáði sig um viðtalið í athugasemd hér á Fótbolti.net.

„Það er í góðu að hafa trú á sjálfum sér en þú hefur elsku vinur ekkert að gera í efstu deild á næsta ári. Þú segir, "Í dag má ég dæma í 3. og 4. deild karla og Lengjudeild kvenna ásamt 2. flokki karla." Heldur þú virkilega að þetta sé svona auðvelt og að KSÍ hendi þér beint út í djúpu laugina?"

„Slakaðu aðeins á. Dæmdu eins mikið af leikjum og þú getur í þeim flokkum og deildum sem þú mátt dæma í. Náðu þér í reynslu. Hún verður ekki komin fyrir lok næsta tímabils."

„Má vera að þú sért frábær dómari en þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um reynslu og hana færðu ekki bara á því að vera fyrrum leikmaður og að dæma í 3. deild karla."

„Ég sjálfur fór of hratt upp. Ég áttaði mig á því síðar. Ég fór upp í efstu deild á mjög skömmum tíma og það á við um fleiri dómara. Reynsla, reynsla, reynsla.... Annars óska ég þér alls hins besta. Góðir hlutir gerast hægt,"
skrifaði Garðar.

Þórður er 27 ára gamall og lék á sínum ferli 96 leiki í efstu deild fyrir ÍA, FH og HK.

Sjá einnig:
„Stefni á að vera búinn að dæma leik í efstu deild fyrir lok næsta tímabils"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner