Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. júlí 2021 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi bætti Instagram-met Ronaldo
Messi með bikarinn.
Messi með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn Lionel Messi er búinn að bæta Instagram-met kollega síns, Cristiano Ronaldo.

Umræðan um það hvor sé betri í fótbolta, Messi eða Ronaldo, er líklega þreyttasta umræða samtímans. Þeir eru báðir alveg gríðarlega góðir í fótbolta.

Þeir eru báðir líka mjög vinsælir og með stóran aðdáendahóp á samfélagsmiðlinum Instagram.

Ronaldo er sá einstaklingur sem er með mesta fylgjendur á Instagram. Hann er með 315 milljón fylgjendur en Messi er með 233 milljónir fylgjendur.

Núna á hins vegar Messi metið yfir þá mynd sem hefur fengið flest 'læk' á miðlinum, birt af íþróttamanni. Messi vann Copa America, Suður-Ameríkubikarinn, með Argentínu á dögunum og mynd af honum með bikarinn hefur fengið rúmlega 20,3 milljón 'læk' þegar þessi frétt er skrifuð.

Cristiano Ronaldo átti áður metið, 19,8 milljón 'læk', sem hann fékk fyrir mynd af sér og Diego Maradona. Hann birti myndina til að votta Maradona virðingu sína eftir andlát argentínsku goðsagnarinnar.



Athugasemdir
banner
banner