mán 18. júlí 2022 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
„Drekinn" sem gefur engan afslátt - Þjálfaði karlalið í þrjú ár
Icelandair
Corinne Diacre.
Corinne Diacre.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi í gær.
Frá fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drekinn.
Drekinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Corinne Diacre, þjálfari Frakklands, er ekki hrædd við að taka stórar ákvarðanir.

Hún er með sterkt bein í nefinu og fer sínar leiðir í þessum bransa. Hún var á sínum tíma sterkur varnarmaður og lék 121 landsleik fyrir Frakkland. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá gerðist hún aðstoðarþjálfari franska landsliðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Árið 2014 þá voru stór tíðindi í Frakklandi því hún var ráðin aðalþjálfari karlaliðs Clermont Foot. Hún varð þar fyrsta konan til að stýra karlaliði í efstu tveimur deildunum í karladeild í Evrópu. Hún gegndi starfinu í þrjú tímabil og stóð sig vel að sögn Syanie Dalmat, íþróttafréttakonu á L'Équipe, sem fréttamaður Fótbolta.net ræddi við í gær.

„Clemont náði góðum árangri með hana við stjórnvölinn. Félagið bætti sig undir hennar stjórn og hún skildi við það á góðum stað," segir Dalmat.

Þetta er mjög áhugavert í ljósi þess að það er ekki mjög algengt að konur fái tækifæri til að þjálfa karlalið í fótbolta.

Fullt af umdeildum málum
Þegar litið er yfir Wikipedia-síðu Diacre þá er mikið um umdeild mál, svo sannarlega.

Sá flokkur hjá henni er risastór.

Það hefur verið talað um það að hún sé harðstjóri og að leikmenn fari í landsliðsverkefni með hnút í maganum af ótta við hana. Henni hefur verið líkt við einræðisherra, eða einræðisfrú. Hún hefur fengið viðurnefnið „drekinn" og það hefur verið í umræðunni að samskipti hennar við leikmenn gætu svo sannarlega batnað til muna.

Eins og áður kemur fram þá er hún ekki hrædd við stórar ákvarðanir. Fyrir þetta mót tók hún tvær slíkar þegar hún skildi eftir stjörnurnar Amandine Henry og Eugénie Le Sommer.

Diacre hefur lent í útistöðum við báða leikmenn; hún gagnrýndi Le Sommer á síðasta heimsmeistaramóti fyrir að hundsa fyrirmæli og þá var hún ósátt þegar Henry, sem er fyrrum fyrirliði liðsins, gagnrýndi spilamennsku liðsins opinberlega í viðtali. Báðar eru þær mikilvægir leikmenn fyrir Lyon, sem er besta félagslið Evrópu.

„Hún er mjög ströng og er með harða skel. Henry var fyrirliði okkar en fór í viðtal þar sem hún gagnrýndi Diacre. Henni var ýtt í burtu eftir það," sagði Dalmat.

Frakkar hafa aldrei unnið stórmót í kvennaboltanum en þær ætla sér alla leið núna. Diacre sér um að halda leikmönnum liðsins og að halda aganum. Hún stefnir alla leið að gullinu.

Í kvöld mæta Frakkar liði Íslands í lokaleiknum sínum í riðlinum á EM. Frakkar eru nú þegar komnir áfram og búnar að vinna riðilinn, en Ísland er að berjast fyrir því að komast áfram.

Sjá einnig:
Fréttakona L'Équipe við Fótbolta.net: Ísland erfiðasti andstæðingurinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner