Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestu að Rabiot sé farinn frá félaginu
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot sé búinn að yfirgefa félagið.

„Ég vil þakka Adrien Rabiot og ég óska honum alls hins besta fyrir framtíðina," sagði Cristiano Giuntoli, yfirmaður fótboltamála hjá Juventus, á fréttamannafundi í dag.

Búist er við því að nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni verði boðið að fá Rabiot, en hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.

Rabiot kom til Juventus á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain fyrir fimm árum.

Rabiot, sem er 29 ára, á að baki 48 landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner