Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 18. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Lukaku svarar þeim sem hafa kallað hann feitan
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi og á Inter leik gegn Lecce á heimavelli í fyrsta leik.

Ítalskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Romelu Lukaku gæti misst af fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem hann sé of þungur. Antonio Conte, þjálfari Inter, vill ekki hafa Lukaku yfir 100kg en hann er sagður vera 104kg um þessar mundir.

Lukaku var keyptur frá Manchester United fyrir 74 milljónir punda á dögunum.

Belgíski sóknarmaðurinn er ekki ánægður með það að fólk haldi að hann sé of þungur. Hann ákvað að birta mynd af sér á Instagram þar sem hann skrifaði: „Ekki svo slæmt miðað við feitan strák."

Hér að neðan má sjá myndina. Það er spurning hvort Lukaku spili fyrsta leik eða jafnvel hvort Alexis Sanchez, fyrrum liðsfélagi Lukaku, verði kominn til Inter.


Athugasemdir
banner
banner