Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. september 2020 11:20
Magnús Már Einarsson
Klopp um Thiago: Þýðir ekki að einhver annar fari
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi ekki staðfesta komu Thiago Alcantara til félagsins á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Liverpool er að kaupa Thiago frá Bayern Munchen en Spánverjinn er mættur í læknisskoðun á Anfield.

„Ég hef í raun ekkert að segja. Það er ekki orðið staðfest fyrr en það er tilkynnt og ég sé ekki um það. Þetta lítur vel út samt! Hendur mínar eru bundnar en það gæti verið sniðugt fyrir stuðingsmenn að fylgjast með samfélagsmiðlum Liverpool í dag," sagði Klopp.

Orðrómur hefur verið um að Gini Wijnaldum gæti farið frá Liverpool til Barcelona eftir kaupin á Thiago. Klopp segir þó að kaupin breyti engu þar um.

„Ef þetta gerist þá mun það ekki hafa nein áhrif á framtíðina hjá einhverjum á neikvæðan hátt. Það þýðir ekki að einhver þurfi að fara," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner