Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   fös 18. október 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt skoraði þrjú gegn Leverkusen
Frankfurt 3 - 0 Leverkusen
1-0 Goncalo Paciencia ('4)
2-0 Goncalo Paciencia ('17, víti)
3-0 Bas Dost ('80)

Eintracht Frankfurt fékk Bayer Leverkusen í heimsókn í Evrópubaráttunni í þýska boltanum og fóru heimamenn feykilega vel af stað, með marki frá Goncalo Paciencia strax á fjórðu mínútu.

Paciencia slapp þá í gegnum vörn gestanna eftir laglega stungusendingu frá Danny da Costa.

Paciencia tvöfaldaði forystuna skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu eftir að hendi hafði verið dæmd innan teigs. Staðan var 2-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, þar sem heimamenn nýttu færin betur.

Gestirnir frá Leverkusen stjórnuðu síðari hálfleiknum og sköpuðu sér urmul færa en inn vildi boltinn ekki. Þess í stað innsiglaði Bas Dost sigur Frankfurt með heppilegu marki á 80. mínútu.

Liðin eru jöfn með 14 stig eftir 8 umferðir.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner