Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. nóvember 2022 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfti að halda hausnum á mér þannig að ég ætti alveg skilið að spila"
Puttabrotnaði í bikarúrslitaleiknum.
Puttabrotnaði í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ég er mjög stoltur að hafa spilað þessa leiki og hafa gert vel í þeim leikjum sem ég spilaði
Ég er mjög stoltur að hafa spilað þessa leiki og hafa gert vel í þeim leikjum sem ég spilaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við spiluðum stundum bara annan hálfleikinn vel en hinn alveg hræðilega illa
Við spiluðum stundum bara annan hálfleikinn vel en hinn alveg hræðilega illa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eftir tímabilið 2021 þá hafði ég meiri væntingar til að geta spilað einhverja leiki
Eftir tímabilið 2021 þá hafði ég meiri væntingar til að geta spilað einhverja leiki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Við þurftum að sýna okkar rétta andlit, gerðum það og fyrir vikið unnum við leikina sem skiptu mestu máli
Við þurftum að sýna okkar rétta andlit, gerðum það og fyrir vikið unnum við leikina sem skiptu mestu máli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hann er algjör höfðingi og ótrúlega professional karakter, alveg fram í fingurgóma.
Hann er algjör höfðingi og ótrúlega professional karakter, alveg fram í fingurgóma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmaðurinn Atli Gunnar Guðmundsson ræddi við Fótbolta.net um þá staðreynd að hann væri ekki lengur samningsbundinn FH og yrði ekki með liðinu á næsta tímabili. Fyrr í dag var greint frá því að Atli hefði nýtt sér ákvæði í samningi sínum þar sem hann vildi ekki vera kostur númer tvö hjá FH þegar farið væri í tímabilið 2023.

Seyðfirðingurinn er 29 ára gamall og samdi við FH vorið 2021 eftir að hafa leikið með Fjölni árin á undan. Hann hefur á sínum ferli einnig leikið með Hugin og Fram.

Þegar Atli kom til FH árið 2021 samdi hann við félagið út það tímabil. Hann samdi svo aftur við FH í febrúar á þessu ári.

Sjá einnig:
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"

Tel mig vera markmann sem getur spilað fyrir klúbb eins og FH
Þegar þú ræddir við FH um næsta tímabil, þeir segja þér að Sindri verði númer eitt, reyndu þeir að halda þér áfram og vera númer tvö?

„Ég kannski gaf þeim ekki færi á því heldur, sagði að ef nýr maður væri að koma inn sem númer eitt, þá væri ég ekki að fara taka þátt í tímabili þar sem ég væri númer tvö. Ég sagði að ef samkeppnin yrði jöfn þá myndi ég klárlega hafa áhuga á því. Ég tel mig klárlega vera markmann sem getur spilað fyrir klúbb eins og FH og komið FH á þann stað sem þeir vilja eiga heima á."

„Þeir voru heiðarlegir við mig, sögðu þegar þeir voru búnir að ákveða að fá Sindra, að ég væri númer tvö. Þá gat ég nýtt mér þetta ákvæði og væri ekki fastur í þeirri stöðu að vera fastur á samningi sem ég væri óánægður með,"
sagði Atli Gunnar.

Kom með meiri væntingar inn í 2022
Hvernig meturu tímann í heild sinni hjá FH?

„Ég lít til baka og er mjög ánægður. Ég kem inn á þeim forsendum að ég sé markmaður númer tvö og er að reyna sanna mig gegn sterkri samkeppni. Gunni (Gunnar Nielsen) er hörkumarkmaður og ég vissi alveg að ég væri að fara inn í mótið sem varamarkmaður. Eftir tímabilið 2021 þá hafði ég meiri væntingar til að geta spilað einhverja leiki, tekið allavega einhverja leiki og sýnt mig aðeins, sýnt að ég hætti heima á þessu sviði, að spila fyrir svona stóran klúbb. Ég er sáttur, fékk þessi tækifæri á þessu tímabili og eignaðist marga góða vini líka í klúbbnum."

Fengu næstum tvöfalt fleiri stig með Atla í markinu
FH fékk sextán stig með Atla í markinu (12 leikir) og níu stig (15 leikir) þegar hann var á bekknum eða utan hóps. Hann lék tvo leiki í júní og kom svo aftur inn í liðið í ágúst og var kostur númer eitt út tímabilið. Varstu ánægður með frammistöðuna?

„Ég myndi segja það, mér fannst ég standa mína plikt frekar vel og verið nokkuð solid í þeim leikjum sem ég spilaði. Við náðum að breyta genginu í kringum það leyti sem ég kem inn. Það var mikilvægur tímapunktur þar sem við náðum að rétta við kútnum. Sem betur fer náðum við að halda okkur uppi... FH á ekki að vera í fallbaráttu en það var staðan. Við náðum að leita úr þessum vandræðum sem við vorum komnir í. Ég tel mig hafa staðið mig frekar vel."

Ekkert smá skemmtileg upplifun
Hvernig leið þér þegar þú varst að labba út á Laugardalsvöllinn að fara spila stærsta leikinn á tímabilinu?

„Mér leið alveg rosalega vel. Þetta var ekkert smá skemmtileg upplifun, allur dagurinn, allt í kringum þetta, að upplifa svona stóran leik þar sem umfjöllunin var gríðarlega mikil. Pressan var mikil og það eru þannig leikir, þar sem mikið er undir, sem skemmtilegast er að spila. Þú ert að spila um bikar, það er alltaf spennandi. Það var gríðarlega svekkjandi að vinna ekki leikinn, en að sama skapi var ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í leiknum."

Er eitthvað stórt augnablik sem er sérstaklega minnisstætt frá þessu tímabili?

„Ég held það sé bikarúrslitaleikurinn ef það er horft er í allt, hann stóð mjög upp úr. En reyndar líka leikurinn gegn KA (í undanúrslitunum), af því við unnum ekki í úrslitunum, þá getum við sagt að leikurinn gegn KA sé minnisstæðasti leikurinn. Við komum til baka og skorum á 93. mínútu og tryggjum okkur í úrslitin."

Þurftu að sýna sitt rétta andlit og gerðu það
FH hélt sér uppi með því að fá sex stig í úrslitakeppninni, sigrar unnust gegn Leikni og Keflavík. Hvernig horfir Atli til baka á þá leiki?

„Við mættum í þá leiki vitandi hvað við þurftum að gera. Á þessu tímabili var þetta svolítið þannig að hlutirnir féllu ekki beint með okkur og við vorum heldur ekki nógu fókuseraðir í öllum leikjunum. Við spiluðum stundum bara annan hálfleikinn vel en hinn alveg hræðilega illa. Svo þegar kom að þessum leikjum, þegar þetta skipti mestu máli, þá sýndum við hvað við vorum góðir, hvað við áttum að geta gert - að vinna þessa leiki að manni fannst frekar öruggt. Við þurftum að sýna okkar rétta andlit, gerðum það og fyrir vikið unnum við leikina sem skiptu mestu máli."

Mikill heiður að spila fyrir klúbb eins og FH
Ertu stoltur af þessum tíma hjá FH, að hafa náð að vinna þér inn sæti í liði FH?

„Ég er klárlega stoltur af því að hafa unnið mig inn í liðið. FH er risastór klúbbur, með hrikalega flotta sögu, og það er mikill heiður að spila fyrir svona klúbb eins og FH. Ég er mjög stoltur að hafa spilað þessa leiki og hafa gert vel í þeim leikjum sem ég spilaði."

Einn mest toppmaður sem þú finnur
Hvernig hefur verið að vera í markmannsteymi með Gunnari? Hvernig karakter er hann?

„Gunni er einn mest toppmaður sem þú finnur, bæði innan sem utan vallar. Hann er algjör höfðingi og ótrúlega professional karakter, alveg fram í fingurgóma. Ég hef ekkert nema gott að segja um Gunnar."

Var öðruvísi stemning þegar þú vannst þér sæti í liðinu?

„Auðvitað breytist eitthvað, markmannstaðan er flókin að því leyti að það er bara einn sem er í liðinu og það er ólíklegt að einhver markmaður komi inn á þegar lítið er eftir til að fá mínútur. Gunni er búinn að eiga það flottan feril og er það flottur markmaður að ég þurfti að halda hausnum á mér þannig að ég ætti alveg skilið að spila. Ég var búinn að standa mig vel í þeim leikjum sem ég fékk. Það var ákvörðun tekin að ég myndi spila og þá þurfti ég að hugsa að ég ætti líka alveg skilið að fá að spila," sagði Atli Gunnar að lokum.

Sjá einnig:
Atli Gunnar: Ég hefði viljað fá tækifærið og traustið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner