Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 18. desember 2023 19:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron hafnaði nýjum samningi - Íhugar að koma heim
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson, leikmaður Horsens í Danmörku, íhugar framtíð sína þessa dagana. Hann á hálft ár eftir af samningi sínum við félagið sem spilar í næstefstu deild.

Hann lék síðast á Íslandi tímabilið 2015 og lék þá með uppeldisfélagi sínu Fjölni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net bauð Horsens Aroni nýjan samning en Aron hafnaði honum. Hann íhugar nú að koma heim og spila á Íslandi næsta sumar.

Aron getur bæði spilað á kantinum sem og á miðjunni. Hann á að baki átta A-landsleiki og var hann síðast í hópnum í janúar á síðasta ári.

Hann hefur skorað fjögur mörk með Horsens og lagt upp tvö. Liðið er í 7. sæti deildarinnar eftir að hafa fallið úr efstu deild í vor. Aron hefur byrjað fjórtán af átján leikjum og komið fjórum sinnum inn á. Aron lék virkilega vel fyrri hluta síðasta tímabils. Liðinu gekk illa í fallumspilinu og endaði á því að falla.
Athugasemdir
banner
banner