Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fim 24. nóvember 2022 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Sig besti miðjumaður dönsku deildarinnar
Aron hjálpaði Horsens að fara upp úr B-deildinni í vor og hefur byrjað frábærlega í Superliga. Horsens er í 9. sæti deildarinnar.
Aron hjálpaði Horsens að fara upp úr B-deildinni í vor og hefur byrjað frábærlega í Superliga. Horsens er í 9. sæti deildarinnar.
Mynd: Horsens
Hákon Arnar er að gera flotta hluti hjá FCK.
Hákon Arnar er að gera flotta hluti hjá FCK.
Mynd: Getty Images
Aron Sigurðarson hefur átt virkilega gott tímabil með Horsens í Danmörku.

Hann hefur spilað alla sautján deildarleiki liðsins og ef tölfræði yfir miðja miðjumenn í dönsku Superliga er skoðuð á Wyscout er Aron í efsta sæti.

Aron hefur mest spilað á miðri miðjunni en einnig fyrir aftan fremsta mann og á vintri kantinum. Margir tölfræðiþættir eru reiknaðir saman en sá tölfræðiþáttur sem Aron skarar mest fram úr í miðað við meðaltal eru lykilsendingar í leik. Hann er með 0,55 lykilsendingar á hverjum 90 mínútum spiluðum. Í öðru sæti yfir miðja miðjumenn er Viktor Claesson hjá FC Kaupmannahöfn.

Aron hefur skorað sex mörk á tímabilinu til þessa og er með 0,32 xG (expexted goals) að meðaltali í leik, alls 4,76 í leikjunum sautján. Þá hefur hann lagt upp þrettán skotfæri fyrir liðsfélaga sína sem þeir hafa ekki nýtt og á hann því enn eftir að fá skráða stoðsendingu. Einungis fimm leikmenn í deildinni hafa skorað fleiri mörk en Aron.

Aðrir Íslendingar á lista eru Mikael Anderson (AGF), sem er í átjánda sæti, Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) er í nítjánda og Aron Elís Þrándarson (OB) er í 25. sæti.

Tveir Íslendingar eru skráðir sem kantmenn (lateral forwards) og eru á topplistum út frá Wyscout skýrslum. Það eru Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson sem spila hjá FC Kaupmannahöfn. Hákon er í 14. sæti og Ísak er í 20. sæti. Norðmaðurinn Andreas Schjelderup hjá toppliði Nordsjælland er í efsta sæti á þeim lista.

Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby er í 16. sæti á lista yfir framherja og Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er í 14. sæti yfir markmenn.

Aron Sigurðarson er 29 ára gamall og kom frá belgíska félaginu St. Gilloise fyrir rúmu ári síðan. Hann var ekki í íslenska landsliðinu sem tók þátt í Eystrasaltsbikarnum í síðutu viku.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 AGF Aarhus 15 7 6 2 29 15 +14 27
2 FCK 15 7 6 2 27 17 +10 27
3 Midtjylland 15 8 3 4 27 22 +5 27
4 Silkeborg 15 6 7 2 28 21 +7 25
5 Randers FC 15 6 6 3 27 18 +9 24
6 Brondby 15 6 5 4 28 20 +8 23
7 FC Nordsjaelland 15 6 5 4 28 26 +2 23
8 Viborg 15 5 5 5 28 25 +3 20
9 AaB Aalborg 15 4 4 7 18 30 -12 16
10 Sonderjylland 15 3 3 9 17 35 -18 12
11 Lyngby 15 1 7 7 11 20 -9 10
12 Vejle 15 1 3 11 16 35 -19 6
Athugasemdir
banner
banner