Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brottreksturinn rétt ákvörðun að mati Ancelotti
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að brottrekstur sinn frá Ítalska félaginu Napoli hafi verið rétt ákvörðun.

Ancelotti, sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar á stjóraferli sínum, var rekinn frá Napoli í desember og fljótlega eftir það var hann ráðinn til Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gennaro Gattuso tók við af Ancelotti hjá Napoli.

Hinn sextugi Ancelotti hefur verið að gera vel með Everton sem er núna að berjast um Evrópusæti.

„Þessi ákvörðun var tekin og hún var sú rétta," sagði Ancelotti við Rai Uno. „Ég er betur settur, og Napoli er það líka."

„Napoli var frábær reynsla, ég hitti leikmenn og fólk sem vann með mér. Borgin er enn þarna og bíður eftir að ég komi í frí."

Everton er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Napoli er í sama sæti á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner