Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 19. febrúar 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Segir mikinn missi af Bjarna - „Engin spurning að hann á eftir að standa sig vel"
Bjarni og Rúnar eru bara eins og Malt og appelsín
Bjarni eftir að KR varð Íslandsmeistari árið 2019
Bjarni eftir að KR varð Íslandsmeistari árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður KR, verður til viðtals hér á síðunni á næstunni. Fréttaritari ákvað að ná smá forskoti á gleðina og birta hluta af viðtalinu sökum tíðinda vikunnar.

Bjarni Eggerts Guðjónsson, nú fyrrum aðstoðarþjálfari KR, er tekinn við U19 ára liði Norrköping. Bjarni hafði verið aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar undanfarin ár en er nú á leið til Svíþjóðar.

Flóki var spurður út í Bjarna og hvað KR væri að missa.

„Bjarni og Rúnar eru bara eins og Malt og appelsín og við erum að missa gríðalega stóran part af liðinu," sagði Flóki.

„Bjarni er karakter sem lét í sér heyra á hverjum einasta degi og hefur alltaf eitthvað til síns máls. Bjarni hefur leiðbeint mér og öðrum leikmönnum mikið, ekki bara inn á vellinum. Hann er einnig með fullt af hugmyndum utan vallar varðandi svefn og mataræði til dæmis og hvernig á að haga sér eins og atvinnumaður."

„Það er engin spurning að hann á eftir að standa sig vel þarna úti,"
sagði Flóki.

Viðtal við Bjarna Guðjóns:
Bjarni Guðjóns: Átti ekki von á að tækifærið úti kæmi núna

Athugasemdir
banner
banner