Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
banner
   mið 19. mars 2025 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Nökkvi Þeyr skoraði - Brynjólfur byrjaði gegn Schalke
Mynd: Sparta Rotterdam
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram víðsvegar um Evrópu í dag þar sem Íslendingar og Íslendingalið komu við sögu.

Nökkvi Þeyr Þórisson var í byrjunarliði Sparta Rotterdam sem sigraði gegn Den Haag í æfingaleik. Nökkvi, sem á enn eftir að skora fyrir sitt nýja félag í keppnisleik, gerði fyrra mark leiksins í 0-2 sigri Sparta.

Daníel Leó Grétarsson spilaði þá 45 mínútur í 1-0 tapi Sönderjyske gegn OB á meðan Hertha Berlin og St. Pauli skildu jöfn, 0-0.

Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Groningen sem tapaði gegn Schalke á meðan Gautaborg vann þægilegan sigur gegn Utsikten. Kolbeinn Þórðarson er á mála hjá Gautaborg.

Den Haag 0 - 2 Sparta Rotterdam
0-1 Nökkvi Þeyr Þórisson ('10)
0-2 M. Nassoh ('70)

Hertha Berlin 0 - 0 St. Pauli

Odense 1 - 0 SönderjyskE

Utsikten 1 - 4 Göteborg

Schalke 1 - 0 Groningen

Athugasemdir
banner
banner