
Íslenska landsliðið er þessa stundina á sinni síðustu æfingu á Spáni áður en flogið verður yfir til Kósovó síðar í dag. Þar verður svo fréttamannafundur á keppnisvellinum í kvöld.
Annað kvöld verður fyrri viðureign Kósovó og Íslands í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Annað kvöld verður fyrri viðureign Kósovó og Íslands í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Nú er ljóst að Mikael Anderson verður ekki með í leikjunum tveimur. Hann er að glíma við meiðsli og æfði ekki í gær.
Ekki er reiknað með að annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn en það er þó ekki útilokað.
Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 annað kvöld.
Athugasemdir