Elmar Kári Enesson Cogic hefur verið að stíga upp úr meiðslum en hann var í byrjunarliði Aftureldingar þegar liðið rúllaði yfir Hött/Huginn 5-0 í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn.
Hann skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum, m.a. á yngri bróður sinn Enes Þór Enesson Cogic.
Hann skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum, m.a. á yngri bróður sinn Enes Þór Enesson Cogic.
Elmar var sterklega orðaður við Víking í vetur en hann var spurður út í orðróminn í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Hetti/Huginn.
„Ég pæli ekkert í þessu. Mér líður ótrúlega vel í Aftureldingu þar sem ég er búinn að vera spila fótbolta. Ég á marga af mínum bestu vinum hérna og búinn að vera hérna þvílíkt lengi. Til hvers að breyta til þegar það gengur fáránlega vel og bærinn er þvílíkt spenntur fyrir þessu, af hverju að vera færa sig um set?" Sagði Elmar Kári.
Athugasemdir