Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   sun 19. maí 2024 16:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Doucoure sparkaði í Gabriel - Átti annar litur að vera á spjaldinu?
Gabriel varnarmaður Arsenal þurfti að fara af velli vegna meiðsla á öxl eftir að Abdoulaye Doucoure sparkaði hann niður.

Þeir voru að berjast um boltann en eftir að Gabriel hafði losað sig við boltann sparkaði Doucoure greinilega viljandi í fótinn á Gabriel með þeim afleiðingum að hann datt harkalega á öxlina.

Doucoure fékk að líta gula spjaldið og alveg spurning hvort hann hefði átt skilið rautt.

Gabriel þurfti að fara meiddur af velli stuttu síðar.


Athugasemdir
banner
banner