Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 19. júlí 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Henderson orðaður við Atletico Madrid
Jordan Henderson með föður sínum, hinum geðþekka Brian Henderson.
Jordan Henderson með föður sínum, hinum geðþekka Brian Henderson.
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, sé áhugasamur um að ganga í raðir Atletico Madrid en spænska félagið hefur sýnt þessum 31 árs miðjumanni áhuga.

Henderson hefur verið hjá Liverpool í tíu ár og fundaði með félaginu um nýjan samning en sá fundur gekk ekki vel samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum og það kæmi mjög á óvart ef þessi áreiðanlegi leikmaður myndi yfirgefa Liverpool.

Mirror segir að Liverpool sé með skýra stefnu þegar kemur að launum leikmanna sem eru komnir á fertugsaldurinn og félagið vilji ekki beygja þá stefnu þó Henderson eigi í hlut.

Henderson og Luis Suarez, fyrrum sóknarmaður Liverpool og núverandi leikmaður Atletico Madrid, eru nánir vinir. Suarez gekk í raðir Atletico fyrir ári síðan og hjálpaði liðinu að vinna spænska meistaratitilinn.

Efasemdir eru um að Atletico hafi fjárhagslega getu til að kaupa Henderson frá Liverpool og borga honum þau laun sem hann vill fá. Það gæti aukið möguleika annars félags sem hefur áhuga á enska miðjumanninum, Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner