Aron Bjarnason átti frábæran leik í Árbænum í kvöld þar sem Blikar unnu 3-0 sigur á heimamönnum.
"Ég er mjög sáttur, kom frískur eftir bikarleikinn, spilaði náttúrulega ekkert þar og ég var ákveðinn í að gera vel."
"Ég er mjög sáttur, kom frískur eftir bikarleikinn, spilaði náttúrulega ekkert þar og ég var ákveðinn í að gera vel."
Var hann ákveðinn í að sýna þjálfaranum einmitt það, hverju hann missti af með að velja ekki Aron til að spila á laugardaginn?
"Jájá...vildi bara gera vel aðallega. Það var bara svekkjandi að tapa leiknum á laugardaginn in the end en ég vildi bara gera vel, það var bara þannig."
Eftir sigurinn í kvöld, eiga Blikar möguleika fara yfir Valsmenn og lyfta bikar?
"Það er nú langsótt, held það sé nú búið. Við ætlum að klára okkar markmið sem er topp þrír og það er ekki frágengið þó Evrópusætið sé komið. Við ætlum að klára það."
Eftir frammistöðu kvöldsins þá hlýtur Aron að eiga sæti í Blikaliðinu í þeim leikjum?
"Jájá...það hlýtur að vera!"
Nánar er rætt við Aron í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir