Erling Braut Haaland gerði tvennu í dag þegar Dortmund vann Union Berling með fjórum mörkum gegn tveimur.
Union barðist hetjulega og náði að setja tvö mörk þegar leikurinn virtist vera öruggur í höndum Dortmund en þeir gulklæddu komust í 3-0 forystu.
Undir lok leiks gulltryggði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sigur Dortmund en hann skoraði þá magnað mark.
Mats Hummels átti þá langa sendingu inn á Haaland sem klippti boltann glæsilega yfir markvörð gestanna. Frábær afgreiðsla hjá þessum framherja en Dortmund er nú í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir