Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 19. október 2020 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bragðdauft í Veróna - Perin varði tólf skot
Verona 0 - 0 Genoa

Verona tók á móti Covid hrjáðu liði Genoa í síðasta leik fjórðu umferðar Serie A deildarinnar.

Genoa er án þrettán leikmanna sem eru með veiruna og því ansi þung þraut fyrir liðið í dag.

Heimamenn í Verona voru betri í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik skiptu þeir um gír og lágu í sókn en sóknarþunginn bar ekki tilætlaðan árangur.

Mattia Perin átti stórleik á milli stanga Genoa og varði tólf skot til að halda hreinu og bjarga stigi fyrir sína menn.

Verona er með sjö stig eftir fjórar umferðir en liðið er aðeins búið að fá eitt mark á sig. Verona er ekki búið að skora mark síðan í lok september.

Genoa hefur aðeins spilað þrjá leiki og er með fjögur stig.

Perin er 27 ára gamall og gekk upprunalega í raðir Genoa fyrir tólf árum. Hann var keyptur til Juventus fyrir tveimur árum og er núna hjá Genoa á lánssamningi.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner