Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   sun 19. október 2025 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Áhyggjuefni þegar þú tapar fjórum leikjum í röð
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, er áhyggjufullur eftir 2-1 tap gegn Man Utd á Anfield í dag. Þetta var fjórða tap liðsins í röð og fyrsta tapið á Anfield gegn Man Utd síðan í janúar 2016.

Liðið fékk nóg af færum til að jafna metin í fyrri hálfleik eftir að Bryan Mbeumo kom United yfir strax í upphafi leiks. Cody Gakpo jafnaði loks metin seint í seinni hálfleik en Harry Maguire tryggði United sigurinn undir lokin.

„Fólk gleymir því hversu mörg færi við fengum þegar við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik. Þegar þú ert undir er meiri fókus á að spila boltanum ekki rangt. Isak komst einn á móti markmanni, Gakpo skaut tvisvar í stöng, þá höfðum við tækifæri til að jafna metin," sagði Slot.

„Auðvitað eru áhyggjur. Það er áhyggjuefni þegar þú tapar fjórum leikjum í röð. En við vitum að ef við höldum áfram að sýna svona frammistðu fáum við nóg af tækifærum til að vinna leiki. Ef við bætum nokkra hluti eigum við enn meiri möguleika. Þú veist ekki fyrir víst hvort þú náir að skapa átta til tíu opin færi í næsta leik."
Athugasemdir
banner