Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fim 19. nóvember 2020 19:27
Victor Pálsson
Fabregas hætti að tala við Guardiola
Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Barcelona og Chelsea, viðurkennir að hann sé vonsvikinn út í Pep Guardiola sem þjálfaði hann á Nou Camp.

Fabregas var keyptur til Barcelona frá Arsenal árið 2011 en hann var talinn einn besti miðjumaður heims á þeim tíma.

Eftir fyrsta tímabil Fabregas ákvað Guardiola að kveðja Barcelona og tók við Bayern Munchen í Þýskalandi og gerði þar vel.

Fabregas hefur ekkert rætt við landa sinn síðan þá og viðurkennir að þeirra samband sé skemmt.

„Nei, nei ég hef ekkert rætt við Pep. Ég veit ekki hvort að hann sé einnig vonsvikinn með mig," sagði Fabregas.

„Það voru ákveðnir hlutir sem áttu sér stað en ég vil ekki tala um þá. Pep var fyrirmynd mín þegar ég var krakki og ég lærði mest af honum alveg frá fjögurra ára aldri."

Athugasemdir
banner