Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2020 00:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Grealish elskar lífið - Tók Foden nokkra daga að finna brosið aftur
Icelandair
Jack Grealish átti mjög góðan leik í kvöld.
Jack Grealish átti mjög góðan leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Foden er tvítugur.
Foden er tvítugur.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, miðjumaður Englands, og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, sátu fyrir á Zoom-blaðamannafundum eftir 4-0 sigur á Íslandi á Wembley í kvöld.

Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, er búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu og var hann mjög góður í kvöld.

„Ég verð núna að fara aftur til Aston Villa og halda áfram að spila eins vel og veit að ég get," sagði Grealish.

Grealish hefur verið frábær með Aston Villa í upphafi tímabils og virðist vera að taka miklum framförum sem fótboltamaður. Honum hefur verið líkt við Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmann Englendinga. Grealish hefur á síðustu árum komist í fréttir fyrir mikið partýstand, en hann segist vera orðinn nægilega vitur til að hafa stjórn á sjálfum sér.

„Ég veit að það verður pressa á mér og mörg augu á mér, bæði innan sem utan vallar. Ég er nægilega gamall og nægilega vitur til að hafa stjórn á mér. Pressan inn á vellinum, ég elska hana. Allir þessir stóru leikir, hún gæti haft neikvæð áhrif á suma, en ég þrífst á henni. Ég elska stóru leikina og ég elska pressuna sem kemur með þeim leikjum," sagði Grealish.

„Ég var vanur að hugsa að ég væri bara 'Jack frá Solihull' og gæti gert það sem ég vildi. Þegar þú verður eldri, þá áttarðu á þig að þú ert kannski hetja í augum margra, þú ert fyrirmynd og þú verður að passa þig á því hvað þú gerir. Ég mun líklega gera einhver mistök, en mér finnst ég hafa fullorðnast. Ég er fyrirliði félags í ensku úrvalsdeildinni og ég elska lífið þessa stundina."

Erfitt að opna vörn Íslands - Foden frábær
Southgate var ánægður með leik sinna manna. Englendingar voru með yfirburði nánast allan tímann og áttu sigurinn fyllilega skilið.

„Í kvöld náðum við að byggja vel upp með boltann og vorum skapandi í sóknarleiknum. Það er alltaf erfitt að opna vörn Íslands. Það voru margir sem skiluðu spennandi frammistöðu," sagði Southgate.

Phil Foden átti stórleik en hann kom inn í hópinn fyrir þetta verkefni í fyrsta sinn frá því hann var rekinn úr landsliðshópnum í september. Hann var rekinn úr hópnum eftir að hann og Mason Greenwood buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel, eftir 1-0 sigur gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hann var kallaður aftur inn í hópinn fyrir þetta verkefni og skoraði sín fyrstu tvö landsliðsmörk í kvöld.

„Frammistaðan í kvöld sýnir það af hverju við völdum hann í september. Við vitum að hann er fær um þetta. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og fyrir fjölskyldu hans. Reynsla hans í september er mjög erfið fyrir ungan leikmann. Við gerum öll mistök," sagði landsliðsþjálfarinn.

„Það var erfitt fyrir hann að koma aftur og hitta alla, vitandi það að þegar þú hittir þá síðast þá var staðan flókin. Það tók hann nokkra daga að aðlagast því að vera aftur kominn í hópinn, það tók hann nokkra daga að finna brosið og slaka á. Í kvöld átti hann mjög góðan leik fyrir okkur."

Southgate sagði að liðið gæti lært mikið af síðustu verkefnum, en England tekur þátt á EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner