Moise Kean gerði tveggja ára lánsamning við Juventus frá Everton síðasta sumar en umboðsmaðurinn hans er sannfærður um ítalska félagið festi kaup á honum.
Hann hefur leikið 60 leiki fyrir félagið og skorað 11 mörk.
„Kean er að gera vel núna og hann verður mikilvægur leikmaður fyrir Juventus næstu árin," sagði Rafaela Pimenta umboðsmaður Kean í samtali við Gazetta dello Sport.
Kean fann sig ekki á Englandi en hann var áður á láni hjá PSG þar sem hann skoraði 17 mörk í 41 leik.
Athugasemdir