Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. febrúar 2013 23:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Guðjón Þórðar: Tilbúinn að fara með málið fyrir dómstóla
Guðjón að störfum síðasta sumar.
Guðjón að störfum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík féll úr Pepsi-deildinni.
Grindavík féll úr Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur, og Milan Stefán Jankovic sem tók við þjálfarastarfinu af Guðjóni.
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur, og Milan Stefán Jankovic sem tók við þjálfarastarfinu af Guðjóni.
Mynd: Grindavík
Guðjón Þórðarson segir að brottrekstur sinn frá Grindavík hafi verið ólöglegur og málið gæti endað fyrir dómstólum. Hann var í viðtali við RÚV í dag þar sem hann tjáði sig meðal annars um það sem stóð í árskýrslu Grindavíkur.

Þar sagði Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur, að eftir á að hyggja hefðu verið mistök að ráða Guðjón. Sjálfur segir Guðjón að vinnubrögð Grindvíkinga hafi verið dapurleg.

„Mér var tilkynnt það 4. október að það væri verið að rifta samningi mínum. Það sem vakti athygli mína í því er að tveimur vikum áður átti ég fund með stjórninni þar sem ég tilkynnti að ég væri tilbúinn að taka á mig þá launalækkun sem aðrir starfsmenn félagsins myndu taka á sig fyrst fall lægi fyrir. Ég ætlaði bara að halda mínu striki," sagði Guðjón við RÚV.

Þér var sagt upp þó í raun hafi engin uppsagnarákvæði verið í samningnum?

„Mér var sagt upp og út frá því stendur óútkljáð mál sem er í dag í höndum lögfræðings. Lögfræðingur þeirra hefur verið í sambandi við minn lögfræðing og það hefur ekki fundist nein niðurstaða í þau mál. Eins og það stendur núna gæti það lent fyrir dómstólum, ég er tilbúinn að fara með það mál fyrir dómstóla ef til þarf. Það verður bara að koma í ljós."

Ekki nóg að ráða smið
Þú telur að uppsögnin hafi verið ólögleg?

„Það eru engin uppsagnarákvæði í samningnum og það var ekkert sem benti til að það yrði sagt upp. Enda taka þeir fram að samskiptin við mig hafi verið hnökralaus og ég var ekkert að höggvast í þeim með nokkurn skapaðan hlut. Menn sjá þetta með mismunandi hætti,"

„Það er alveg klárt að ef þú vilt byggja þér hús og gera það almennilega þá er ekki nóg að ráða smið. Þú verður bæði að hafa efni og verkfæri ef þú vilt byggja húsið. Þú getur byggt huglægt hús og búið í því, það myndi ekki halda vindi eða vatni."

„Ég stóð við minn hluta samningsins og var tilbúinn að takast á við þá fjárhagserfiðleika sem voru til staðar með því að lækka minn launalið. En það var til hola sem var miklu dýpri og svartari en ég gerði mér grein fyrir áður en ég tók til starfa. Því miður var ekki til fjármagn til að sækja leikmenn eins og efni stóðu til og mér hafði verið lofað."

Það er mikill eldur í mér
Það er tekið fram í skýrslunni að stjórnarmenn Grindavíkur hafi fundið fyrir minni ástríðu en búist hafi verið við frá þér. Hvað segirðu við því?

„Ég vísa því nú til föðurhúsanna. Þetta er mjög fáránlegt. Ástríðan er til staðar. Það er mikill eldur í mér og var eldur í mér til að ná árangri. Ég var meðal annars skammaður fyrir að vera of kröfuharður og gerði of miklar kröfur á leikmenn. Þeir menn sem þarna eru að tala um ástríðu ættu að líta í eigin barm og eigin störf, hvernig þeirra eigin framlag var til þeirra starfa sem ég átti að hlúa að."

Hvað er framundan hjá þér, fyrir utan þessar deilur við Grindavík?

„Það er bara í höndum fagmanna. Ég er ekkert að skipta mér af því. Ég er að skoða hvað lífið býður upp á. Ég hef verið í sambandi við vini og félaga í Englandi og Skotlandi. Eina sem ég veit er að ég veit í raun ekkert. Maður er með krókana úti og það er aldrei að vita hvað gerist. Ég hef fullan hug á að vinna við knattspyrnuþjálfun, ég tel mig eiga fullt erindi í þetta."

Hægt er að horfa á viðtalið á heimasíðu RÚV með því að smella hér

Sjá einnig:
„Guðjóni fylgdi ekki sú ástríða sem vonast var eftir"
Athugasemdir
banner
banner