Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Þeir vissu af nýja þjálfaranum uppi í stúku
Dyche hefur verið við stjórnvölinn hjá Everton í rétt rúmlega ár og bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð.
Dyche hefur verið við stjórnvölinn hjá Everton í rétt rúmlega ár og bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Glasner vann Evrópudeildina með Eintracht Frankfurt og þar áður gerði hann góða hluti með Wolfsburg og LASK Linz.
Glasner vann Evrópudeildina með Eintracht Frankfurt og þar áður gerði hann góða hluti með Wolfsburg og LASK Linz.
Mynd: EPA
Everton gerði 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace í dag þar sem Amadou Onana skoraði jöfnunarmark heimamanna í Liverpool með skalla eftir hornspyrnu á lokakafla leiksins.

Sean Dyche, þjálfari Everton, var ánægður með frammistöðu lærisveina sinna í síðari hálfleik en liðið hefur ekki sigrað úrvalsdeildarleik síðan 16. desember og er í fallbaráttu.

„Það sást að leikmenn Palace voru mjög tilbúnir í slaginn í fyrri hálfleik, það var augljóst að þeir vissu af nýja þjálfaranum sínum sitjandi uppi í stúku," sagði Dyche eftir lokaflautið og vísaði þar til Oliver Glasner sem tók við af Roy Hodgson í gær og sat uppi í stúku, en hann stýrir liðinu ekki fyrr en í næstu umferð.

„Þeir skoruðu frábært mark upp úr þurru í síðari hálfleik og við brugðumst mjög vel við því. Við sköpuðum mikið af færum í kjölfarið og vorum sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum, sem skilaði sér með marki. Við vorum mun betri eftir leikhléð.

„Stundum er erfiðara að vinna fótboltaleikina sem fólk býst við að maður vinni. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í. Stuðningsmenn okkar eru kröfuharðir og ég get ábyrgst það að hugarfarið hjá leikmönnum er gott. Við þurfum að halda áfram að vinna okkar vinnu og það mun allt enda vel."


Dominic Calvert-Lewin fékk góð færi til að skora í leiknum en nýtti þau ekki. Hann er búinn að skora 3m örk í 21 úrvalsdeildarleik það sem af er tímabils.

„Hann er að verða betri í hverri viku og er að standa sig vel inni á vellinum en þarf að vinna í markaskoruninni."

Everton er með 20 stig eftir 20 umferðir útaf tíu refsistigum sem félagið fékk fyrir að brjóta fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur áfrýjað ákvörðuninni.

„Ég veit ekki hvenær við fáum niðurstöðu í áfrýjunarmálinu, við erum bara að bíða. Svona mál ættu að taka skemmri tíma, það er engum til hagsbóta að draga þau svona lengi."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner