Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
banner
   fim 20. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Auðvitað voru vonbrigði að þetta greinist svona seint"
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Diljá Ýr Zomers glímir við meiðsli sem stendur og er óvíst hvenær hún getur snúið aftur á völlinn. Diljá meiddist í desember en niðurstaða í hvers kyns meiðslin væru kom ekki fyrr en löngu seinna og því tafðist bati hennar.

Diljá verður ekki með í komandi landsleikjum en setur stefnuna á að vera komin af stað þegar landsliðið kemur aftur saman í maí. Eftir það er EM í júlí.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í meiðsli Diljár á fréttamannafundi í gær.

„Auðvitað voru vonbrigði að þetta greinist svona seint, að það hafi komið svona seint í ljós hvað þetta var. Að öllu eðlilegu ætti hún að vera klár í dag og það voru ákveðin vonbrigði með það hvernig þessir hlutir fóru með hana. Þetta tekur ákveðinn tíma og hún fær ekkert langan tíma inn á vellinum með Leuven fyrir sumarfrí," sagði Steini.

„Hún verður örugglega orðin frísk fyrir EM, en spurningin er hversu margar mínútur hún er með og hversu tilbúin hún er í að spila á hæsta leveli," bætti þjálfarinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner