Eins og flestir vita er framtíð Trent Alexander-Arnold í mikilli óvissu en hann er sagður á leið til Real Madrid þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar.
Alexander-Arnold kom Liverpool til bjargar í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Leicester eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Alexander-Arnold kom Liverpool til bjargar í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Leicester eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
„Fyrirsagnirnar eiga að vera um markið en ekki um samningamálin. Það væri fáránlegt ef einhver er að efast um skuldbindingu hans við félagið," sagði Arne Slot eftir leikinn.
„Þetta hafði ekki bara mikla þýðingu fyrir hann heldur alla sem elska Liverpool. Leikmenn með gæði á við Treent stíga upp þegar mest þarf á þeim að halda."
„Ég hef verið hérna í ár og allir leikmenn sem klæðast Liverpool treyjunni fá frábærar viðtökur frá stuðningsmönnum. Ef þeir klúðra eða skora, hvað sem þeir gera við munum alltaf fá fullan stuðning frá stuðningsmönnum. Ég bjóst ekki við neinu öðru í dag þegar Trent kom inn á," sagði Slot að lokum.
Liverpool getur orðið Englandsmeistari um næstu helgi ef liðið vinnur Tottenham á sunnudaginn.
Athugasemdir