Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 20. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Richarlison hefur horn í síðu Carragher - „Ber enga virðingu fyrir þér"
Richarlison, leikmaður Everton á Englandi, tók sér stutt hlé frá því að fagna öruggu sæti liðsins í deildinni og ákvað að senda sérstök skilaboð á enska sparkspekinginn Jamie Carragher á Twitter í gær.

Brasilíumaðurinn er ekki allra en hann hefur svo sannarlega átt sinn þátt í að halda Everton í deild þeirra bestu.

Hann skoraði annað mark liðsins í 3-2 sigrinum á Crystal Palace í gær og hefur stigið upp í mikilvægu leikjunum.

Leikstíll hans hefur þó farið í taugarnar á andstæðingum Everton og leikþættirnir sem hann hefur boðið upp á. Carragher hefur oft rætt um hann á Sky og hvernig hann gerir sér uppi meiðsli og beitir fantabrögðum.

„Þetta hefur ekkert með hlutdrægni að gera þegar ég tala um Richarlison. Hann dettur í grasið 3-4 sinnum í leik eins og hann sé stórmeiddur og svo rífur hann sig á lappir. Þetta snýst ekki um að fá aukaspyrnu eða vítaspyrnu heldur er hann bara að gera sér upp meiðsli þegar hann er augljóslega ekki meiddur," sagði Carragher á Twitter fyrir nokkru síðan.

Richarlison, sem hefur verið að fagna fram á kvöld í gær, ákvað að kíkja aðeins á Twitter og láta Carragher heyra það.

„Þvoðu þér um munninn áður en þú talar um mig og Everton. Ég ber enga virðingu fyrir þér," sagði Brasilíumaðurinn.


Athugasemdir
banner