banner
   mán 20. maí 2024 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Glódís lyfti skildinum - Ingibjörg og Karólína í tapliðum
Bayern München er meistari annað árið í röð
Bayern München er meistari annað árið í röð
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München lyftu skildinum annað árið í röð eftir 4-1 sigurinn á Hoffenheim í lokaumferð þýsku deildarinnar í dag.

Bayern var búið að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina og fór því skjöldurinn á loft í dag.

Glódís, sem er fyrirliði Bayern, átti auðvitað heiðurinn á að lyfta skildinum fyrst allra á vellinum. Magnaður árangur hjá henni og liðsfélögum hennar.

Hún lék allan leikinn í vörn Bayern en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn í 3-2 tapi Bayer Leverkusen gegn Werder Bremen. Leverkusen hafnaði í 6. sæti deildarinnar en Karólína snýr aftur til Bayern München eftir tímabilið.

Selma Sól Magnúsdóttir var í liði Nürnberg sem vann Duisburg, 2-1. Ingibjörg Sigurðardóttir var í liði Duisburg. Bæði lið eru fallin niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner