Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. júlí 2022 11:45
Fótbolti.net
Sterkastur í 13. umferð - Sigur sem var nauðsynlegur fyrir sálina
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV vann sinn fyrsta leik í Bestu deildinni þegar liðið lagði Val á dramatískan hátt 3-2 á sunnudaginn. Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór hamförum með Eyjamönnum í leiknum og skoraði öll þrjú mörk þeirra, þar á meðal sigurmark í blálok leiksins.

„Tilfinningin eftir leik var mjög góð, við fengum loksins verðlaun fyrir að vera djöflast í 90 mínútur og menn voru kátir," segir Halldór í viðtali við Fótbolta.net en hann er leikmaður 13. umferðarinnar.

„Nei ég get ekki sagt að ég hafi fengið einhverja sérstaka tilfinningu fyrir leik eða gert eitthvað öðruvísi í undirbúningi, þetta datt bara loksins með okkur þennan dag. Þessi sigur var bara nauðsynlegur fyrir sálina."

„Mér fannst við hafa þennan leik meira á okkar nótum og létum þá taka þátt í okkar leik í staðinn fyrir að við værum að taka þátt í þeirra leik."

„Þetta er fyrsta þrennan mín já en ég myndi ekki segja að þetta hafi verið besti leikurinn minn á ferlinum, hef átt aðra góða leiki þó ég hafi ekki skorað þrjú."

ÍBV fékk víti í stöðunni 2-2, Felix Örn Friðriksson tók spurnuna en víti hans var varið. Hvað hugsaði Halldór þegar hann var kominn með tvö mörk en var ekki á leiðinni á punktinn?

„Ég var rosalega ánægður að hann benti á punktinn, víti og lítið eftir hver væri ekki ánægður með það en mér var alveg sama þó ég tók ekki þetta víti," segir Halldór.

Er hann búinn að vera sáttur við eigin frammistöðu í sumar?

„Ég er búinn að vera ágætlega sáttur með síðustu leiki hjá mér en byrjunin á mótinu var frekar erfið fyrir mig. Ég var nýkominn úr meiðslum og ekki í neinu leikformi, síðan kom smá bakslag þannig það tók smá tíma fyrir mig að finna taktinn en vonandi næ ég að halda áfram að bæta mig með hverjum leiknum."

Sjá einnig:
Sterkasta lið 13. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner