sun 20. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurftu að biðjast afsökunar á staðhæfingum Evra um Zaha
Mynd: Getty Images
Sky Sports þurfti að senda frá sér afsökunarbeiðni í gærkvöldi eftir ummæli sem Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, lét frá sér í beinni útsendingu.

Evra var sérfæðingur í kringum leik Man Utd og Crystal Palace; leik sem Palace vann 3-1.

Zaha var frábær gegn sínu fyrrum félagi, hann skoraði tvennu og var heilt yfir mjög góður. Zaha var á mála hjá Man Utd frá 2013 til 2015 en náði ekki að láta ljós sitt skína.

Evra hélt því fram í útsendingunni að ferill Zaha hjá United hefði farið niður á við eftir að hann svaf hjá dóttur David Moyes, þáverandi stjóra Man Utd. Það var saga sem fór á kreik á sínum tíma en fram kom á Sky Sports í gær að það væri ósatt.

Hér að neðan má sjá það þegar Kelly Cates, þáttastýra Sky Sports, þurfti að biðjast afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner