Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég hef ekki alveg jafnmiklar áhyggjur af veðrinu og þú"
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn svaraði misgáfulegum spurningum um veðrið á léttu nótunum.
Landsliðsþjálfarinn svaraði misgáfulegum spurningum um veðrið á léttu nótunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfing í dag.
Æfing í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun. Líkur eru á íslensku haustveðri á morgun og var Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, spurður af fréttaritara út í veðrið á fréttamannafundi í dag. Það verður ekki mikið íslenskara.

Fyrri spurningin var einföld: Hvernig er spáin?
Eðlilega tóku viðstaddir vel í þessa spurningu, nokkrir hlógu. Heimavinnan vel unnin hjá fréttaritara og allir léttir.

„Veðurspáin fyrir æfinguna í dag var ekki sérstök og átti að versna eftir því sem leið á æfinguna. Veðrið hins vegar lagaðist eftir að það leið á æfinguna, þetta er bara líkindareikningur hjá veðurfræðingum þannig þeir klúðruðu eitthvað þar," sagði Steini á léttu nótunum.

„Ég get ekki svarað til um morgundaginn en ég skal viðurkenna það að þetta lítur ekkert ofboðslega vel út. Ég er ekkert að hafa áhyggjur af veðrinu akkúrat núna en vonandi verður bara passlegt, íslenskt, gott veður."

Hentar það íslenska liðinu betur ef veðrið er slæmt?

„Ég veit ekki hvort Hollendingar séu mjög vanir því að spila í vondu veðri. Flestar eru held ég að spila við ágætis aðstæður. En flestallir leikmennirnir okkar spila líka erlendis. Þær eru kannski aldar upp við ýmislegt en vanar góðum veðuraðstæðum undanfarið. Ég hef ekki alveg jafnmiklar áhyggjur af veðrinu og þú."

„Það er eitthvað sem maður tæklar bara á morgun. Veðurfréttamennirnir hafa oft klikkað og er ekki í þessari djúpu pælingu eins og er. Ég var aðallega að spá í æfinguna áðan, hvað við gætum gert. En veðrið var bara frábært. Ég hef engar áhyggjur af veðrinu eins og staðan er í dag. Svo spáum við í það seinni partinn á morgun, fyrir liðsfundinn, hvernig staðan er. Við gírum okkur upp í alvöru leik og ég hef engar áhyggjur af veðrinu eins og staðan er í dag,"
sagði Steini að lokum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner